Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir Hvað nú?
Í lok nóvember hlaut Hvað nú? veglegan styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, sem styður frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni á Íslandi. Styrkurinn mun nýtast Hvað nú? til áframhaldandi þróunar á Fyrirhyggju, stafrænni lausn sem einfaldar dánarumsýslu (e. death administration).
Hvað nú? hlýtur styrk frá Atvinnumálum kvenna
Þann 16. maí fékk Hvað nú? launastyrk frá Atvinnumálum kvenna en sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til frumkvöðlakvenna eða fyrirtækja í þeirra eigu. Hvað nú? var í hópi 19 verkefna sem fengu styrki í ár en Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn að Grensásvegi 9.
Bítið spjallar við Hvað nú?
Erna og Guðrún mættu í viðtal í Bítið og ræddu hugmyndina á bakvið Hvað nú? og árangurinn í Gulleggs keppninni.
Hvað nú? lenti í 2. sæti í Gullegginu
Hvað nú? lenti í 2. sæti í lokakeppni Gulleggsins sem haldin var í Grósku og hlutu að launum 1.000.000 kr. í verðlaun frá Landsbankanum. Auk þess var teymið valið af KPMG til að hljóta sérstök aukaverðlaun sem voru 20 klukkustunda í ráðgjöf.
Hvað nú? í Topp 10 í Gullegginu
Hvað nú? teymið er eitt þeirra 10 teyma sem valið var í lokakeppni Gulleggsins í ár. Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem hefur verið haldin í upphafi árs af KLAK - Icelandic Startups síðan 2008.
Hvað nú? valið í Snjallræði
Hvað nú? var eitt teymanna sem var valið til þátttöku í Snjallræði - 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.